Regntímabilið - ljóðabókin, höf.: Kristinn Árnason (Páskaeyjan, 2019)

Regular price 2.490 kr

VSK og sendingarkostnaður (heim að dyrum) innanlands innifalinn í verði. Sendingargjald fyrir erlendar pantanir reiknast við greiðslu.

Regntímabilið - ljóðabókin er fyrsta ljóðabók Kristins Árnasonar.

Um bókina

Regntímabilið - Ljóðabókin er eins konar ljóðræn skýrsla um sérstakt tímabil í lífi manns. Bókin verður til úr ferðalagi höfundar gegnum ár sem einkenndust af óljósum sál-líkamlegum veikindum og innri umbrotum. Bókin er í senn ferðasaga, veikinda- og batasaga, eins konar umbrotasaga meðvitundar, í ljóðrænu formi. Andardráttur tímabils.

Brot úr umfjöllun um bókina:

„Ekki missa af þessari bók, hún er gersemi. Tær eins og loftið eftir rigningu, þetta er þessi hreini tónn sem einhver var að tala um.“ – Þórdís Helgadóttir, rithöfundur

“Hljómur sem seytlar inn að beini, bergmálar þegar umhverfið allt í einu hljóðnar. … Að lesa hana er að stíga um borð í bát sem vaggar niður á og kemur við á ólíklegustu stöðum." – Ragnheiður Harpa, á vef Svikaskálda

**** „Ljóð sem virkja skynjun lesandans á umhverfi sínu og vekja til umhugsunar um mikilvægi hvers augnabliks sem líður.” – Rebekka Sif, Lestrarklefinn.is

„Regntímabilið er tær og áhrifarík bók. Hún fjallar um manninn og Bonsai tré og hvíld og ýmislegt fleira sem við þurfum satt best að segja lífsnauðsynlega á að halda þessi dægrin.“ – Dagur Hjartarson, rithöfundur