Ljóðasafn Rumi - Söngur reyrsins (142 bls. / Páskaeyjan, 2020)

Sale price 3.590 kr Regular price 3.990 kr

VSK og sendingarkostnaður (heim að dyrum) innanlands innifalinn í verði. Sendingargjald fyrir erlendar pantanir reiknast við greiðslu.

Glæsilegt nýtt safn ljóða og texta Rumi (1207-1273) í vönduðum íslenskum þýðingum Kristins Árnasonar. 

Páskaeyjan – bókaútgáfa býður verkið á nú á tilboði gegnum netsölu. Frí póstsending innanlands (heim að dyrum) er innifalin í kaupunum.

Jalaluddin Rumi (1207-1273) er af mörgum álitinn merkasta skáld persneskrar og súfískrar ljóðahefðar. Rumi brýnir lesandann til sjálfsskoðunar og tekst á við eðli mannlegrar vitundar, ástar og fegurðar. Ljóðin bera með sér andlega dulúð og dýpt í ætt við austræna speki, og líka einstakan léttleika og fögnuð. Með þessu ljóðasafni býðst íslenskum lesendum í fyrsta sinn heildstætt úrval af ljóðum Rumi í íslenskum þýðingum.

Um þýðandann: Kristinn Árnason er rithöfundur og þýðandi. Hann er m.a. höfundur ljóðabókarinnar "Regntímabilið" (Páskaeyjan, 2019) og þýðandi bókarinnar Frelsi mannsins eftir J. Krishnamurti (Sæmundur, 2018).

Form: Vönduð kilja m. flipum
Blaðsíðufjöldi: 142 bls.

TEXTI Á KÁPU BÓKARINNAR:

Jalaluddin Rumi (1207-1273) er af mörgum álitinn merkasta skáld persneskrar og súfískrar ljóðahefðar. Rumi brýnir lesandann til sjálfsskoðunar og tekst á við eðli mannlegrar vitundar, ástar og fegurðar. Ljóðin bera með sér andlega dulúð og dýpt í ætt við austræna speki, og líka einstakan léttleika og fögnuð. Þýðingar á verkum Rumi hafa síðastliðna áratugi leitt til vaxandi vinsælda hans um heim allan. Með þessu ljóðasafni býðst íslenskum lesendum í fyrsta sinn heildstætt úrval af ljóðum Rumi í íslenskum þýðingum.

Kristinn Árnason valdi ljóðin og þýddi.

„Maður fær á tilfinninguna að ljóðin tilheyri okkur öllum. Hvar sem þú stendur dýpka orð Rumi tenginguna við þá dulúð sem felst í því að vera lifandi.“ – Coleman Barks

„Rumi var sennilega mesta meinlætaskáldið – í sömu deild og Davíð konungur.“ – Leonard Cohen

„Grundvallarkrafturinn í ljóðum Rumi er fólginn í því hvernig hann nálgast lífið eins og eitthvað sem er hafið yfir efnisheiminn.“ – Philip Glass

„Ég les hann á hverjum degi.“ – Mary Oliver