NÝKOMIN: Úti bíður skáldleg veröld, e. Jakub Stachowiak

Regular price 3.490 kr

VSK og sendingarkostnaður (heim að dyrum) innanlands innifalinn í verði. Sendingargjald fyrir erlendar pantanir reiknast við greiðslu.

 „Grjótmögnuð flugeldasýning“ – Steinunn Sigurðardóttir, um Úti bíður skáldleg veröld

„Sannkallaður gimsteinn.“Victoria Bakshina (Lestrarklefinn.is), um Næturborgir

Páskaeyjan kynnir með ánægju nýjustu ljóðabók Jakub Stachowiak, Úti bíður skáldleg veröld.

Jakub Stachowiak hefur komið sem ferskur andvari inn í íslenskan ljóðaheim, en á síðasta ári kom út hans fyrsta bók, Næturborgir, sem hlaut mikið lof. Jakub flutti til Íslands frá Póllandi fyrir aðeins sex árum, en í dag hugsar hann, skrifar og yrkir á íslensku. Í ljóðum sínum blæs Jakub lífi í tungumálið og dregur fram ljóðrænar myndir með frumleika, glaðværð og áræðni.